Múr og mál var stofnað á Höfn í Hornafirði árið 1982 og var þá Málningarþjónustan Höfn. Árið 1989 flutti fyrirtækið til Reykjavíkur og var þá endurskýrt árið 1990 sem Múr og málningarþjónustan Höfn ehf og hefur starfað síðan þá undir því nafni. Sökum lengdar á nafni fyrirtækisins þá var gælunafn fyrirtækisins þekkt meðal kúnna sem Múr og mál, og er það þekkt sem „Múr og mál“ í dag. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 30-60 starfsmenn.
Við höfum metnað fyrir vinnu okkar og viljum gera vel, enda best þekktir fyrir það. Ef þú ert að leita eftir traustum og góðum verktaka þar sem heiðarleiki er hafður að leiðarljósi sem og fagleg vinnubrögð þá ert þú á réttum stað.